Frettavefur.net05.10.2004 - Flugmódelfélag Suðurnesja með smíðakynningu

Smíðakynning FMS 2003Flugmódelfélag Suðurnesja mun standa fyrir kynningu á smíði og samsetningu flugmódela í 88 Húsinu(Hafnargötu 88) laugardaginn 9.október milli kl.15-17. Kynntur verður flughermir og myndbönd tengd módelflugi verða sýnd.

Kynning þessi er styrkt af MíT, Menning- íþrótta og tómstundaráði Reykjanesbæjar.

Áhugasamir eru hvattir til að mæta og kynna sér sportið.