Frettavefur.net11.10.2004 - Fréttir af smíðakynningu og nýjar myndir

Smíðakynning FMS 2003Flugmódelfélag Suðurnesja hélt smíðakynningu sl. laugardag í 88 Húsinu í Reykjanesbæ. Á kynningunni var smíði og samsetning flugmódela kynnt, flughermir var á staðnum til afnota fyrir gesti og flugmyndbönd voru sýnd í myndbandstækinu. Ágætis aðsókn var og voru gestir almennt ánægðir með kynninguna. Flugmódelfélagið bauð gestum og gangandi upp á kaffi, kók og Prins Pólo.

2 ný myndaalbúm eru komin á vefinn hjá Flugmódelfélagi Suðurnesja en þau eru frá áðurnefndri smíðakynningu og frá Tómstundahelgi Reykjanesbæjar sem var haldin fyrr í sumar.

Myndasafn Flugmódelfélags Suðurnesja

Og að lokum nokkrar flottar myndir frá Danmörku.