Frettavefur.net



18.10.2004 - Viking Race - Fréttir og úrslit

Hópmynd af keppendumNú hefur Viking Race staðið yfir í nokkra daga og fréttir eru farnar að berast að utan. Fréttir herma að Guðjón Halldórsson hafi lent í nokkuð óvenjulegu óhappi þegar vélin hans brotlenti á loftnetum keppenda.

Þetta þarfnast kannski nánari útskýringar en sendastjórnun á mótsstað fór fram með þeim hætti að loftnet frá keppendum voru geymd á meðan að þeir voru ekki að fljúga. Skv. fréttum þá skemmdust nokkur loftnet og vængurinn hjá Guðjón ku hafa litið út eins og krókódíll hafi laumast til að fá sér bita úr honum.

Það mun hafa viljað svo vel til að frú Haufe(hún sá um loftnetin) hafði skroppið frá að ná sér í tebolla.

Þjóðverjar voru sigurvegarar keppninnar og lentu í 1. og 2. og Norðmenn í 3. sæti. Annars er það helst að frétta að okkar menn lentu í 22. sæti af 25. Rafn Thorarensen er með besta árangur af okkar mönnum og er í 48. sæti af 79. Á eftir honum kemur Böðvar Guðmundsson í 59. sæti og Guðjón Halldórsson í 75. sæti.

Hér að ofan má sjá hópmynd af keppendum. Vefur Viking Race 2004.