Frettavefur.net12.11.2004 - Fréttir af ađalfundi Ţyts

Í fundarhléi var bođiđ upp á gómsćtar veitingarAđalfundur Ţyts var haldinn á Hótel Loftleiđum fyrr í kvöld og voru rúmlega 30 manns mćttir á fundinn og í ţeim hópi voru hátt í 40% atkvćđabćrra félagsmanna í Ţyt. Stefán Sćmundsson var kjörinn fundarstjóri og tók viđ stjórn fundarins af formanni, Pétri Hjálmarssyni, sem setti fundinn.

Lesin var skýrsla formanns um síđasta starfsár og ţví nćst fór gjaldkeri yfir reikninga félagsins og voru ţeir bornir undir samţykki fundarins og eftir smá umrćđur voru ţeir samţykkir.

Ţá voru einnig verđlaun veitt fyrir mót og samkomur sumarsins og verđa verđlaunahafar taldir sérstaklega upp hér neđst í fréttinni. Fresta varđ veitingu verđlauna fyrir listflug og skalamót en ţađ stendur til ađ veita ţau á nćsta fund félagsins. Ţá voru lesnar skýrslur frá mótsnefndum félagsins.

Einnig var kosiđ um nýja menn í stjórn en Jón Erlendsson gjaldkeri og Pétur Hjálmarsson formađur gáfu ekki kost á sér til endurkjörs í ţessi embćtti. Einn međstjórnenda lét af embćtti vegna óviđráđanlegra ađstćđna. Jóni voru sérstaklega fćrđar ţakkir fyrir ađ standa vaktina í 6 ár og muna elstu menn ekki eftir slíkri eljusemi og atorku. Fráfarandi stjórn tilnefndi Böđvar Guđmundsson sem nýja formann og samţykktu fundarmenn ţađ samhljóđa. Ţví nćst var borinn upp önnur tillaga frá stjórn um ţá stjórnarmenn sem vantađi upp á en ţeir voru, Sverrir Gunnlaugsson gjaldkeri, Pétur Hjálmarsson ritari og Andrés Már Vilhjálmsson međstjórnandi.

Ţannig ađ stjórn Ţyts er nú skipuđ eftirtöldum ađilum
Böđvar Guđmundsson formađur
Sverrir Gunnlaugsson gjaldkeri
Pétur Hjálmarsson ritari
Erling Jóhannsson međstjórnandi
Andrés Már Vilhjálmsson međstjórnandi

Vegna ţeirra sérstöku ađstćđna sem sköpuđust ţá voru nokkrar umrćđur um kosningu stjórnar og lög félagsins og var ákveđiđ ađ vísa ţví til nýrrar stjórnar ađ kanna nánar hvort ástćđa sé til ađ breyta núverandi lögum félagsins um kjör stjórnar félagsins.

Tekiđ var kaffihlé ţar sem félagiđ bauđ upp á gómsćta eplaköku, kaffi og svalandi tvívetnisoxíđ. Ađ venju gleymdu menn sér í spjalli og ţurfti ađ kalla fundarmenn aftur inn í sal eftir skamma stund.

Stjórn Ţyts lagđi fram tillögu ađ útnefningu tveggja nýrra heiđursfélaga fyrir frábćr störf í ţágu félagsins síđustu ár en ţađ voru ţeir Ţorgeir Pétur Svavarsson fyrir sláttuvélamál flugvallarins og Eggert Ţorsteinsson fyrir lagningu og umsjón vatnslagna flugstöđvarinnar.

Ţá var lögđ fram lagabreytingartillaga á fyrstu grein laga félagins en lög félagsins má nálgast á vefslóđinni, http://thytur.is/log.htm, og var hún samţykkt samhljóđa eftir smá umrćđur.

Ţá kom einnig fram fyrirspurn um Pálsvöll og möguleika á ađ nýta hann sem módelflugvöll og greindi nýskipađur formađur frá ţví hvernig ţar er umhorfs, Pálsvöllur er í rúmlega 600 feta hćđ nálćgt Sandskeiđi, og kom fram ađ ţar ríkir allt önnur veđrátta en í stórborginni og einnig ađ völlurinn er frekar ósléttur í dag en hentar ágćtlega undir svifflug og hefur talsvert veriđ notađur fyrir ţađ.

Ađ ţví loknu var ađalfundarstörfum slitiđ og viđ tók frumsýning á glćnýrri DVD mynd sem Stefán Sćmundsson hefur sett saman um flugsumariđ 2004 og var henni vel tekiđ enda stórglćsilega mynd ţar á ferđinni. Ekki var mannskapurinn búinn ađ fá nóg eftir ţađ heldur frumsýndi Stefán ađra mynd sem var frá ferđ hans til Kanaríeyja um jólin 2003 en ţar er módelflug talsvert mikiđ stundađ, bćđi vélflug og svifflug.

Ađ ţessu loknu héldu menn ánćgđir út í kalda vetrarhríđina.


Verđlaunahafar kvöldsins voru:

Íslandsmeistaramót í Hangflugi F3F
1. sćti Böđvar Guđmundsson
2. sćti Guđjón Halldórsson
3. sćti Stefán Sćmundsson

Lendingarkeppni Böđvars hin fyrri, http://frettavefur.net/frettir/93/
1. sćti G. Birgir Ívarsson
2. sćti Erlingur Jóhannsson & Steinţór Agnarsson
3. sćti Guđni Sigurjónsson

Fjölţrautamót Böđvars, http://frettavefur.net/frettir/124/
a) Lendingarkeppni
1. sćti Guđni V. Sveinsson
2. sćti Magnús Kristinsson
3. sćti Guđni Sigurjónsson

b) Tímaţraut
1. sćti Friđrik Ottesen
2. sćti Haraldur Sćmundsson
3. sćti G. Veigar Hreggviđsson

Guđna nafnarnir voru óumdeilanlegir sigurvegar međ 3 peningar hvor og Sigurjónsson međ bikar ađ aukic) Stangarflug
1. sćti Guđni Sigurjónsson
2. sćti Guđni V. Sveinsson
3. sćti Friđrik Ottesen

abc) Meistari meistarana
1. sćti Guđni Sigurjónsson
2. sćti Guđni V. Sveinsson
3. sćti Friđrik Ottesen