Frettavefur.net16.12.2004 - Bútasaumur

Viðtökur við DVD diski Stefáns um íslensku módelsumrin, 2003 og 2004, hefur verið það vel tekið að fyrsta upplag er uppurið. Von er á nýrri sendingu frá Stefáni á næstu dögum á sama góða verðinu.

Fréttamaður vefsins var á ferðinni niður á höfn í gær og rak þar augun í 2 ný flugmódel í flota landsmanna. Fylgist með nýjum fréttum á næstu dögum.

Einnig hefur heyrst af vél sem kallast Crossfire í skúrum nokkurra módelmanna og jafnvel eins og einum Lancaster og DC-6. Það verður gaman að mæta út á völl í vor og sjá þessa gripi.

Vefsíða Flugmódelfélags Akureyrar er einnig komin aftur á netið eftir smá fjarveru. Við vonum að hún sé komin til að vera í þetta skiptið en eins og menn muna þá er búið að vera smá vesen með hýsinguna á henni.

Kannski muna einhverjir eftir fréttinni sem við birtum um nokkur merki þess að þú sért módelmaður. Björn sendi inn nokkrar viðbætur.

  • Annar skórinn er meira gljáandi en hinn(af útblástursfeitinni).
  • Það eru rauðir, hvítir, bláir og gulir blettir undir ferðastraujárni konunnar.
  • Þú átt miklu fleiri vídeóbúta af módelflugi en af börnunum og konunni.
  • Þú tekur alltaf nokkra auka seðla í hraðbankanum/matarbúðinni og stingur í hinn vasann fyrir nýjum mótor.
  • Þig hlakkar meira til flugkomunnar í sumar en jólanna og svo framvegis...