Frettavefur.net



27.12.2004 - Meira af myndböndum

Einhver smá ruglingur varð á aðfangadag þegar týndi spaðinn skilaði sér ekki en í staðinn kom inn vídeó af smá þyrluflugi sem er vægast sagt ótrúlegt að horfa á. Náunginn flýgur m.a.á hvolfi í gegnum tjaldsúlur og fer svo strax í auto rotate og lendir á borði hjá sér.

Nú fer að líða að útgáfu á nýju blaði sem fjallar um mótorsport og kemur fyrsta tölublaðið í búðir eftir áramót. Fregnir herma að þar verði að finna grein um módelflug og jafnvel verði áframhald á því í næstu blöðum. Fylgist með hér á vefnum til að fá nánari fréttir þegar nær dregur.