Frettavefur.net07.02.2005 - ME 323

Eflaust kannast einhverjir módelmenn við ME 323 en hún hóf ævi sína sem sviffluga en var seinna breytt í sex hreyfla vél. Upprunalega átti að nota hana við innrásina í Bretland til liðsflutninga en eins og flestir vita þá lagði Hitler allar áætlanir um innrás á hilluna eftir Orrustuna um Bretland og sást vélin því ekki mikið í stríðinu.

Bob Sealy sem er kannski þekktastur fyrir að reka Quality Fiberglass tók sig til og smíðaði módel af vélinni í skalanum 1/12 og úr því fáum við módel með vænghaf upp á 459 cm, 233 cm á lengd og rúmlega 6 kg að þyngd. Módelið er knúið áfram af 6 Speed 480 rafmagnsmótorum hvermeð gírbox og flýgur það í kringum 10 mínútur.

Þið getið lesið ykkur meira til um módelið og séð myndir frá smíðinni á þessari vefslóð, http://www.rcwarbirds.com/construcpage1.htm