Frettavefur.net24.07.2005 - Páll Sveinsson ferðast víða

Það er óhætt að segja að íslenskar flugvélar séu módelmönnum víða um heim innblástursefni. Nú síðast sást til Páls Sveinssonar í módelkeppni í Bretlandi þar sem hann var í fyrsta sæti í samanlögðum flokki og í efsta sæti í sínum flokki(módel smíðuð eftir kit-i).

Þristurinn er smíðaður eftir teikningum frá Tony Nijhuis en hann er virkur í módelsmíðinni og hannaði meðal annars Lancaster kit-ið sem Frímann er að smíða.

Hægt er að sjá stærri mynd á vef SMAC.