Frettavefur.net14.08.2005 - Stóri flugmódeldagurinn tókst vel

Stóri flugmódeldagurinn tókst međ miklum ágćtum. Skráđir flugmenn voru 18 talsins. Veđriđ var mjög gott, ţrátt fyrir fáeina dropa sem féllu um hádegisbil.

Olaf Sucker flaug fjölmörg mögnuđ flug, m.a. viđ dynjandi tónlist úr hátalarakerfinu. Eins konar flugballett. Reyndar gerđi hann nokkuđ, sem ekki hefur áđur sést hér á landi, en hann flaug neđanjarđar! (Innskot ritstjóra: Eru menn nokkuđ ađ gleyma Hvalfjarđargangafluginu?) Eftir grillveisluna tók hann eitt magnađasta flug sem sést hefur um víđa veröld, en hann flaug yfir hrauniđ, stöđvađi vélina í loftinu og bakkađi henni niđur í hraungjá, og flaug síđan upp aftur!

Birgir Ívarsson gaf Olaf lítiđ eftir og flaug af mikilli leikni.

Svo voru ţađ auđvitađ allir hinir; sumir flugu stórum módelum, svo sem Lárus og Stefán, ađrir miđlungsstórum, og enn ađrir litlum módelum. Ţarna voru ţrjár ţotur í eigu Péturs, svifflugur, rafmagnsmódel, o.m.fl. Eiríkur og Steinţór sýndu flugtog.

Otto Tynes mćtti á 1:1 Piper Cub og lenti af sinni alkunnu snilld á á stuttri flugbrautinni, ţrátt fyrir rjómalogn.

Allmargir áhorfendur mćttu og blađamađur Fjarđarpóstsins var á svćđinu mestallan daginn og mćtti svo aftur í grillveisluna.

Ekki má gleyma grillveislunni. Var ţađ mál manna ađ betra grillkjöt hefđu menn ekki smakkađ, enda sá meistarakokkurinn okkar um grilliđ. Undirritađur var ekki kominn heim fyrr en klukkan níu um kvöldiđ, eftir 12 tíma ánćgjulega útiveru í frábćru veđri međ yndislegu fólki.

Allmargar myndir voru auđvitađ teknar og eiga sumar ţeirra örugglega eftir ađ koma á netiđ innan skamms, og vafalítiđ verđur fjallađ um Stóra flugmódeldaginn í nćsta Fjarđarpósti.

Viđ ţökkum Ágústi fyrir frásögnina og svo er hćgt ađ skođa myndir sem hann tók.
Einnig er hćgt ađ sjá myndir á myndasíđu Ţyts.