Frettavefur.net18.08.2005 - Flugsýning um helgina

Nk. laugardag verður haldinn flugsýning á Reykjavíkurflugvelli í tilefni af Menningarnótt og standa Flugmálafélag Íslands og aðildarfélög þess á bak við hana. Hægt er að sjá dagskrána hér.

Dagskráin hefst kl.14 með opnu húsi hjá Geirfugli og Flugklúbbnum Þyt og svo kl.16 hefst sjálf flugsýningin og stendur til kl.18:30. Birgir Ívarsson, Ingþór Guðmundsson og Olaf Sucker munu fljúga flugmódelum sínum upp úr kl.16:30.

Fjölþrautamótinu sem átti að halda í gær hefur verið frestað um óákveðin tíma.

Svo er um að gera að ná sér í eintak af nýjasta Fjarðarpóstinum en þar má finna myndir og frásögn frá Stóru flugmódeldegi Þyts.