Frettavefur.net04.11.2005 - Ađalfundur Ţyts

Ađalfundur Ţyts var haldinn á Hótel Loftleiđum í gćrkvöldi og hófst hann upp úr klukkan 20. Á tíma stóđ fundurinn tćpt á ađ vera löglegur, nákvćmlega 35% löglegra félagsmanna var mćtt en bćttist ţó í hópinn stuttu síđar.

Stefán Sćmundsson var kosinn fundarstjóri og Pétur Hjálmarsson var kosinn fundarritari. Fyrstur til máls tók formađurinn og fór yfir ţá atburđi sem voru ađ gerast á árinu og ţakkađi fjölmörgum fyrir samstarfiđ og ómetanlegt starf í ţágu félagsins. Ţví nćst lagđi gjaldkeri fram reikninga félagsins og voru ţeir svo bornir upp til samţykktar. Einnig var rćtt var um fćkkun félagsmanna á síđustu árum, tryggingarmál, vallarađstöđu og uppbyggingaáform.

Nćst á dagskrá var ađ kjósa um gjaldkera og var Rafn Thorarensen kosinn í ţađ embćtti en Sverrir Gunnlaugsson gaf ekki kost á sér í áframhaldandi setu.

Gert var kaffihlé og bauđ Ţytur viđstöddum upp á afmćlistertu í tilefni af 35 ára afmćli félagsins ásamt heitum drykkjum. Allt rann ţetta ljúflega niđur og var ekki mikiđ eftir af veitingunum.

Kosningu međstjórnanda fylgdi örlítiđ meiri spenna en ţar ţurfti ađ fylla upp ţá stöđu sem Erling Jóhannsson gegndi. Fjórir voru í frambođi, Benedikt Sveinsson, Eiríkur Finnsson, Helgi Ţór Hjálmarsson og Kristján Antonsson. Kosiđ var á milli ţeirra međ leynilegri kosningu og fór hún á ţessa leiđ. Benedikt og Eiríkur 9 atkvćđi hvor, Kristján 5 atkvćđi, Helgi 1 atkvćđi og 1 seđill var auđur og ógildur. Vegna ţess ađ Benedikt og Eiríkur hlutu jafn mörg atkvćđi ţá var kosiđ á milli ţeirra međ handauppréttingu og fékk Benedikt 14 atkvćđi og var ţar međ kominn í stjórn.

Nćst voru veitt verđlaun fyrir lendingarkeppni sem haldin var í sumar, Haraldur Sćmundsson fékk fyrstu verđlaun, Karl Ragnarsson önnur verđlaun og Jón B. Jónsson fékk ţriđju verđlaun. Nćst voru veitt verđlaun fyrir Íslandsmeistaramótiđ í hangflugi F3F en ţar varđ Rafn Thorarensen í fyrsta sćti, Böđvar Guđmundsson í öđru sćti og Guđjón Halldórsson í ţriđja sćti.

Borin var upp lagabreytingatillaga sem varđađi kosningu í stjórn félagsins og var hún samţykkt. Undir liđnum önnur málefni tókur nokkrir til máls. Rafn fjallađi lítillega um Welsh Open sem hann og Guđjón tóku ţátt í nú í haust. Stefán Sćmundsson rćddi um nokkur atriđi tengd mótahöldum sumarsins.

Fundi var svo slitiđ rétt fyrir kl.23.