Frettavefur.net



25.11.2005 - Spitfire 1:2

Fyrir þá sem vilja alltaf vera stærstir og bestir þá er kannski athugandi að skoða þetta uppboð á eBay og jafnvel gefa sig brjálæðinu á vald og bjóða í gripinn.Nei kannski það sé betra að smíða svona gripi sjálfur til að geta verið viss um að allt sé eins og það á að vera.

Svo gæti sendingarkostnaðurinn verið örlítið í hærri kantinum en það mætti eflaust ná honum niður með því að flytja inn bíl í leiðinni ;)

Ef menn vilja skoða módel til sölu örlítið nær okkur þá þarf ekki að líta lengra en hér á spjallið þar sem smáauglýsingaþráðurinn er. Þar eru t.d. í augnablikinu alla vegana fimm þyrlur, túrbínumótor, Yak 55, þráðlaus myndavél og F3A keppnismódel svo fáeinir hlutir séu nefndir, ásamt því sem einnig erverið að óska eftir ýmsum hlutum til kaups.