Frettavefur.net09.01.2006 - Janúarfundur lukkaðist vel

Janúarfundur Þyts var haldinn fimmtudaginn 5.janúar sl. í Garðaskóla. Fínasta aðsókn var á þennan fyrsta fund ársins og skemmtu menn sér vel við frásagnir úr módelbransanum.

Guðjón Halldórsson kom með rafmagnsvél sem hann smíðaði á síðasta ári og fjallaði m.a.um nýjustu gerðir rafmagnsmótora(brushless) og öflugra rafhlaðna sem gera rafknúinn módel að vænlegum kosti fyrir módelmenn.

Frímann Frímannsson með Lancaster sinn sem hann hefur nýlokið smíði á og eru einmitt 4 rafmagnsmótorar sem knýja hann áfram. Fræddi Frímann fundargesti um vélina.

Haraldur Sæmundsson kom með litla þyrlu sem hann er nýlega búinn að eignast.

Eftir kók og prins var sýndurdvd diskur sem Skjöldur Sigurðsson kom með á fundinn.

Hægt er að sjá myndir frá fundinum á myndasíða Þyts.