Frettavefur.net19.02.2006 - Einn móttakari, mörg flugmódel

Menn láta sér detta ýmislegt í hug, þar á meðal að reyna að komast af með einn móttakara fyrir flugmódelin sín.

Í stuttu máli gengur aðferðin út á að nota 15 pinna tölvutengi til að tengja móttakarann við servó og loftnet sem eru föst í flugmódelinu. Móttakarinn er svo á sleða sem er rennt í módelið fyrir hvert flug. Miðað við 3 pinna fyrir servó, 2 fyrir rafhlöðu og 1 fyrir loftnet þá dugar þetta einungis fyrir 4 rása stýringu en skemmtileg pæling engu að síður.

Hægt er að lesa nánar um þetta hér.