Frettavefur.net03.03.2006 - Nýja módelið hans Ali

Ali Mashinchy jr. þekkja margir af ótrúlegu flugi og oft enn ótrúlegri flugmódelum. Þessa dagana er hann að láta smíða flugmódel fyrir komandi vertíð. Hvað verður svo fyrir valinu hjá svona köppum?

Jú hann vildi fá stríðsvél sem væri ekki algeng í módelformi, hún þyrfti að vera nógu stór til að bera 22 hestafla, 9 kg, 400cc, 5 cylindra stjörnumótor. Fyrir valinu varð Douglas Skyraider í 30% skala en hversu stórt er það nú?

Til að gefa ykkur smá hugmynd um það þá er hér mynd af smiðnum Phil Clark með hluta af skrokknum. Stélvængurinn er 72" tommur, rétt rúmlega 182 cm á lengd og vænghafið verður, og haldið ykkur nú, 180" eða um 457 cm.