Frettavefur.net
12.04.2006 - Páskafrí og kynning á innanhúsflugi

Á morgun frá kl.16-20 verður haldinn kynning á innanhúsflugi í íþróttahúsi Breiðholtsskóla, gengið inn að austanverðu, og hvetjum við áhugasama til að mæta á staðinn og kynna sér málið. ModelExpress verður með rafmagnsmódel og aukahluti til sölu á staðnum. Nokkrir áhugasamir tóku smá prufukeyrslu í gærkveldi og má finna myndir af því inn á Myndasafninu.
Minnum á Vínarbrauðsmótið sem verður haldið nk. laugardag 15.apríl.