Frettavefur.net11.08.2006 - Mótshald og Melgerðismelar

Nú er bara einn dagur til stefnu áður en fjörið hefst á Melgerðismelum á hinni árlegu flugkomu Flugmódelfélags Akureyrar og nú fara módelmenn að verða á síðasta snúningi hvað undirbúning varðar.

Veðurspá klukkustundarinnar lofar mildu og stilltu veðri á morgun og mun hún vonandi bara batna úr þessu svo nú er um að gera að drífa módelin út í bíl og bruna svo norður í land.

Piper Cub mótinu sem átti að halda miðvikudaginn 9.ágúst var frestað vegna veðurs og verður reynt að halda það síðar, fylgist því vel með eftir helgina.

Laugardaginn 19.ágúst nk. verður nóg um að vera en dagurinn hefst kl.10 upp á Tungubökkum þar sem flugkoma stórskalamódela skv. IMAA reglum fer fram í umsjá Einars Páls. Eftir hádegi eða kl.13 hefst svo hin árlega Fréttavefsflugkoma en að þessu sinni verður hún haldinn á Eyrarbakkaflugvelli hjá Smástundarmönnum og vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.
Umræður um fréttina (1)