Frettavefur.net24.01.2007 - Nýjir mótor frá OS

Já nú er farið að styttast í nýjan mótor frá OS mun hann heita FS-200S og vera fjórgengismótor.

OS voru á sínum tíma fyrsta fyrirtækið sem kom með Wankel mótor fyrir flugmódel. Nú er líka komin nýr Wankel mótor frá þeim sem heitir 49-PI.

En nýlega gaf OS líka út mótor til að minnast 70 ára afmælis síns en fyrirtækið var stofnað 1936. Sá heitir IL-300 og er 4 cylindra, fjórgengis línumótor og er ásett verð litlar $2600. Þrusumaskína þar á ferð sem myndi eflaust sóma sér vel í vélum frá árunum í kringum fyrri heimsstyrjöldina.
Umræður um fréttina (1)