Frettavefur.net31.01.2007 - Futaba með 2.4 GHz fjarstýringu

Jæja þá eru stóru stóru strákarnir loksins komnir í slaginn en nú eru Futaba/Robbe komnir með útgáfu af 6EXA stýringunni sem þeir kalla T6EXP.

Í augnablikinu gefa þeir stýringuna bara upp fyrir innivélar, smáfygli(park-fly) og litlar þyrlur en þannig voru nú fyrstu settin af Spektrum stýringunum einnig kynnt þannig að án efa styttist í fjarstýringu fyrir stærri módel.

Sendirinn og móttakarinn byggja á því að skipta í sífellu milli tíðna, nokkrum sinnum á sekúndu og koma þannig í veg fyrir að truflanir á einni tíðni hafi áhrif á sendingu fjarstýriboða.

Robbe virðist vera í smá skipulagsbreytingum á vefnum sínum þannig að ef tengilinn virkar ekki prófið þá að leita að 1-F4068.
Umræður um fréttina (9)