Frettavefur.net05.04.2007 - Fleiri 2.4Ghz fréttir frá Futaba og Vínarbrauðsmót

Futaba hefur tilkynnt um nýja fjarstýringu sem byggir á FASST tækninni. Stýringin gengur undir nafninu 12FGA og er 2.4Ghz útgáfa af 12 rása stýringunni þeirra.

Samhliða gáfu þeir út módúla fyrir eldri gerðir af stýringum s.s. 7U, 8U, 9C, 9Z og svo mun þetta einnig verða í boði fyrir 14MZ.

Stýringin verður kynnt nánar á Toledo sýningunni sem hefst seinnihluta næstu viku.

Minnum einnig á Vínarbrauðsmótið sem verður haldið nk. laugardag 7.apríl og hefst það stundvíslega kl.12.
Umræður um fréttina (1)