Frettavefur.net04.06.2007 - Á næstu grösum

Næsta á dagskrá sumarsins er lendingarkeppni Flugmódelfélags Suðurnesja sem haldinn verður þriðjudaginn 12.júní nk. og hefst hún kl.19:00. 13. og 14.júní eru svo til vara. Um mánaðarmótin er svo komið að Íslandsmótinu í F3F og F3B.

Hvern hefur ekki alltaf langað að eiga módel af Antonov 124!? Sennilega er Grad Kuipers einn af þeim því hann lagði út í smíðar á 295 cm rafmagnsmódeli sem vegur um 12 kg og er með 24 uppdraganleg hjól. Hægt er að nálgast vídeó af vélinni á hinum víðfema Veraldarvef og af því að dæma flýgur hún mjög svo skalalega.
Umræður um fréttina (0)