Frettavefur.net13.04.2008 - Ali Machinchy á Íslandi í sumar...

Í sumar er stefnt að því að fá Ali Machinchy hingað til lands til að fljúga á flugdegi Flugmálafélagsins á Akureyri þann 21.júní nk. Flugmódelfélag Akureyrar stendur fyrir komu Ali en einnig koma að flugsýningunni Saga Capital og Arngrímur Jóhannsson.

Eins og gefur að skilja þá er dýrt að flytja módelmenn hingað til lands með sýningarvélar og er nú biðlað til okkar módelmanna að setja smá í púkk til að Ali geti komið með eitthvað af sínum vélum. Þota er á óskalista og er ætlunin að reyna að safna um 100.000 krónum til að geta flutt þotu frá Bretlandi og aftur út.

Þeir sem vilja styrkja þetta verkefni geta lagt inn á reikning 542-26-120639 kennitala 530194-2139, vinsamlegast sendið tilkynningar á netfangið sofnun@frettavefur.net.

Umræður um fréttina (4)