Frettavefur.net28.11.2008 - Ađalfundi Ţyts lokiđ

Ađalfundur Ţyts 2008Eftir talningu viđstaddra og samanburđar viđ félagsskrá ţá var ţessi 38.ađalfundur Ţyts lýstur löglegur. Fundur var settur, stungiđ var upp á Ágústi H. Bjarnasyni sem ritara og Kristjáni Antonssyni sem fundarstjóra, samţykktu viđstaddir ţađ einróma.

Fyrst á dagskrá var skýrsla formanns en hana flutti fráfarandi formađur Ţorsteinn Hraundal. Ţví nćst bađ Ófeigur Ö. Ófeigsson ritari um hljóđiđ en hann ţakkađi félagasmönnum fyrir samfylgdina ađ sinni ţar sem hann gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Jón V. Pétursson gjaldkeri Ţyts lagđi reikninga félagsins fram til samţykktar og voru ţeir samţykktir eftir stuttar umrćđur. Fjárhagsáćtlun félagsins fyrir nćsta ár er óbreytt en ein breytingatillaga koma fram um hćkkun félagsgjalda um 10%, úr 10.000 í 11.000 og ađrar tölur í samrćmi viđ ţađ. Ţar sem jafnmörg atkvćđi voru međ og á móti tillögunni ţá réđust úrslitin međ hlutkesti og varđ niđurstađan sú ađ félagsgjöldin hćkka á nćsta ári um 10%.

Skýrslur nefnda
Frímann V. Frímannsson kynnti starf svifflugmanna, tvö mót voru haldin í sumar, Kríumótiđ ţann 17.maí og svo Íslandsmótiđ í hangi ţann 28.júní í Draugahlíđum. Jón V. Pétursson varđ í ţriđja sćti á Íslandsmeistaramótinu í hangi og veitti verđlaununum viđtöku, Guđjón Halldórsson 1.sćti og Böđvar Guđmundsson 2.sćti, áttu ţví miđur ekki heimangengt á fundinn.

Kaffihlé.

Pétur Hjálmarsson sagđi frá Piper Cub mótinu en ţar brast á međ sannkölluđu syndaflóđi en ţrátt fyrir allt ţá skemmtu allir sér vel.

Erlendur Borgţórsson sagđi frá störfum flugvallarnefndar, reglulegt viđhald í sumar og fyrirhugađar framkvćmdir á nćsta ári.

Björn G. Leifsson sagđi frá störfum flugsvćđisnefndar en hún hefur veriđ ađ störfum frá ţví snemma í vor og hefur fundađ međ fulltrúum Hafnarfjarđarbćjar.

Fundur samţykkti ađ breyta áđur auglýstri dagskrá og taka fyrir lagabreytingartillögu fyrir stjórnarkjör. Kosiđ var um breytingar á 9.grein en ţar var ađal breytingin sú ađ 4 međstjórnendur verđa í stjórn í stađ tveggja. Ţađ var samţykkt međ yfirgnćfandi meirihluta.

Kosning stjórnar
Inn komur; Steinţór Agnarsson formađur. Eysteinn Harrý Sigurđsson ritari. Gunnar B. Brynjólfsson međstjórnandi. Haraldur Sćmundsson međstjórnandi. Áfram í stjórn; Jón V. Pétursson gjaldkeri Einar P. Einarsson međstjórnandi. Björn G. Leifsson međstjórnandi.
Endurskođendur: Guđjón Halldórsson og Skjöldur Sigurđsson

Nefndir
Svifflug: Frímann V. Frímannsson
Piper Cub: Pétur Hjálmarsson
Lendingarkeppni: Böđvar Guđmundsson
Íslandsmeistaramótiđ í listflugi: Milli félaga? Stjórn tekur ađ sér ađ kanna máliđ.
Flugvallar: Erlendur Borgţórsson
Flugsvćđi: Björn G. Leifsson

Önnur mál
Steinţór Agnarsson nýkjörinn formađur tók til máls og rćddi um sportiđ og hvernig hann sći ţađ fyrir sér á nćstu misserum, flugkomur, óformlegt, menn fjölmenni á flugvellina, meiri samskipti milli félaga og fleira. Einnig nefndi hann ađ menn ţyrftu ađ sýna meira umburđarlyndi á milli hinna ólíku ţátta sportsins, hvort sem ţađ vćru svifflugur, ţyrlur, listflugvélar eđa annađ flug, ţetta snýst jú um skemmtun en ekki rifrildi hjá okkur.

Fundarmenn ţökkuđu fráfarandi stjórnarmönnum fyrir vinnu í ţágu félagsins.

Ţorsteinn Hraundal fyrirvarandi formađur tók til máls og ţakkađi fyrir samvinnuna á kjörtímabilinu.

Almennar umrćđur um módelflug og flugstarfsemi.
<
Umrćđur um fréttina (8)