Frettavefur.net
19.05.2009 - Flotflugkoma FMS að baki

Flotflugkoma FMS var haldin í kvöld í fínasta veðri, smá norðan gola var en við höfum svo sem séð það verra. Ekki voru nema fjórir þátttakendur mættir til leiks en þeir flugu bara þeimur meira.
Cub-arnir áttu ekki gott kvöld(og reyndar hafa síðustu dagar ekki verið hliðhollir Cub-um) og fór hvorugur í loftið, en þó urðu engin alvarlega tjón módelunum þó annar þeirra hafi blotnað örlítið. Seamaster og Supermarine flugu þeimur meira og skemmtu menn sér vel.
Nokkrar myndir fylgja hér að neðan en hægt er að sjá fleiri myndir í myndasafni FMS.