Frettavefur.net31.12.2010 - Áramótaraus

Viperjet
Þá er enn eitt árið á enda komið og ekki úr vegi að líta yfir það helsta sem gerðist á árinu.

Mörg ný og glæsileg módel litu dagsins ljós á árinu og má finna þó nokkuð marga smíðaþræði hér í smíðahorninu tengda þeim. Því miður kvöddu líka nokkur módel á árinu.

Flugmódelfélag Suðurnesja hélt aðalfund sinn í lok janúar og Flugmódelfélag Akureyrar fylgdi svo fast á eftir með sinn aðalfund í byrjun febrúar. Engar hallarbyltingar áttu sér stað en tveir nýjir menn komu í stjórn FMFA.
Umræður um fréttina (1)